ég var túristi í Reykjavík

í einn dag í síðustu viku. Það var að mörgu leyti fjarskalega notalegt, rölti um miðborgina í glampandi sól og hita og settist svo sólarmegin í Vallarstrætinu með hvítvínsglas við öldurhús. Þar sem ég hef nú einsett mér að horfa á björtu hliðarnar í þessu bloggi vísa ég á hitt bloggið mitt um ákveðnar áhyggjur sem sóttu að mér. En meðal þeirra jákvæðu hugsana sem flugu um kollinn á mér þar sem ég sat og sleikti sólina var samanburður á aðstöðu minni til að njóta sólardagsins fyrr og nú. Þegar ég bjó í Reykjavík á níunda áratug síðustu aldar þekktust vart útikaffihús og þegar sólin heiðraði miðborgina með geislum sínum var engin aðstaða til að njóta hennar önnur en gangstéttar og grasið græna við Austurvöll. Fólk reif sig úr fötunum og fleygði sér með föla skanka hvar sem var. Nú er aðstaða til að sitja úti komin víða og Kaffi París stendur undir nafni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband