18.8.2008 | 16:47
haldið uppá afmælið
með því að fara út að ganga í Reykjavík. Helst að skoða eitthvert hverfi sem þið hafið ekki skoðað lengi. Um helgina röltum við hjónin um vesturbæinn og gægðumst í garða sem við mundum eftir sem krakkar - og gerðum allskonar uppgötvanir. Það er ekki síður myndrænt að sjá kíkja í hvönn, kerfil eða eldliljur og riddarhjörtu í gömlum görðum í Þingholtunum en í þröngum götum gamalla höfuðborga erlendis. Blómaker á ljósastaur á Skólavörðustígnum er jafnfallegt og í Köben. Kettirnir í Reykjavík eru jafnmakindalegir og félagar þeirra í Amsterdam. Kvöldsólin er allstaðar falleg - sjá þetta myndaalbúm sem ég rakst á af afmælisbarninu
Til hamingju með afmælið, Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já hún ber aldurinn vel hún fröken Reykjavík
Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 20.8.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.