13.7.2009 | 13:45
Hjaltadalur
er næstur á daladagskrá okkar systranna. Í fyrrasumar tókum við Kolbeinsdal í nokkrum áföngum en nú er það Hjaltadalur. Lögðum upp frá Hólum í sól og sunnanvindi, skildum bílinn eftir við Hagakot sem eru gömul beitarhús sunnan við Hofsána og gengum svo guðsgrænan Hólahagann fram á móts við Reyki. Þetta er upphafið á leiðinni yfir Hjaltadalsheiði - sem er meira fyrir fólk í fjallamennsku. Að ganga um grundir í Hólahaganum er fyrir fólk á öllum aldri, friðsælt og fallegt, sér fram á Hjaltadalsjökul þegar lengra dregur, lækir fossa af brún og Hólahrossin skreyta landslagið. Það er samt eins og með Kolbeinsdalinn, drjúglangt að ganga alla leið fram í dalbotninn. En þeim degi er vel varið! Alveg upplagður dagstúr fyrir fólk sem í gistingu á Hólum, reyndar er Kolbeinsdalurinn það líka. Það þarf bara að gæta sín á að Hofsáin er óbrúuð og ekki víst að nema stærri bílar fari yfir hana - allavega var þó nokkuð í henni í gær 12. júlí 2009.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.