tilefnið

er þó ekki bara hækkandi eldsneytisverð heldur líka það að njóta ferðalaganna betur. Það er alltof algengur ferðamáti í fríum okkar íslendinga að taka börnin okkar í gíslingu í aftursætinu og þjóta  langar vegalengdir eftir veðurspánni án þess að gefa okkur tíma til að stoppa almennilega og kynnast þeim stað sem við erum stödd á. Ég held að strákurinn minn hafi talað fyrir munn flestra barna þegar hann bað okkur einu sinni að "stöðva bílinn og fara og gá hvort við sjáum ekki eitthvað fagurt" Hann var svolítið hátíðlegur í bernsku og það besta var að þetta var nú bara á sveitavegi fram í Skagafjarðardölum og það sem við blasti var ósköp venjulegt íslenskt holt en þegar við vorum komin uppá holtið birtist fallegt gil, berjalaut og úr varð ein af þessum góðu ferðaminningum fjölskyldunnar. Það hefði verið svo auðvelt og gerist mun oftar - að fara hjá.
mbl.is Ferðavenjur breytast lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Auðvita er nauðsynlegt að stoppa annað slagið og skoða það sem náttúran bíður upp á. Hér áður fyrr þegar að börnin mín voru lítil þá tókum við með okkur nesti og stoppuðum á einhverjum fallegum stað og borðuðum það. Slepptum öllum sjoppu stoppum.

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband