3.8.2009 | 15:17
Hofsós á sumarkvöldi
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 13:45
Hjaltadalur
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 15:54
stráin á þekjunni
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 13:02
Á Hólum í Hjaltadal
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 10:43
Fuglatalning
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 16:13
Hólar í Hjaltadal
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 13:08
leikhúsferð
er málið í skammdeginu. Við hjónin vorum að þvælast á Akureyri og keyptum í bríaríi afsláttarkort og skelltum okkur á Músagildruna í leiðinni. Ég hafði þrælgaman af henni og fannst flott það sem einhverjir kunnu ekki að meta; að það er stutt í grínið í miðju blóðbaðinu...
Svo náðum við þessari einu sýningu á Paris Nights sem fór framhjá okkur einsog margt annað sunnan heiða og það var sko skemmtilegur frönskutími! Áður en haldið var heim í snjó og hálku kíktum við aðeins á kaffihús, enda viðeigandi - blöstu þá ekki við þessar yndislegu rósir
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 18:55
brölt um holt og móa
- ég þurfti að finna eitt grátt og annað brúnt hross um helgina. Í haustregni, þannig að allar lautir urðu eins og grátt hross og allir sæmilega stórir steinar eins og brúnt hross, allavega álengdar. Þetta varð hinsvegar harla góður göngutúr, gafst tækifæri til að æfa þúfnagang og teyma skrattann þegar ég fann þá félagana Brún og Grána. Reyndar ákvað ég að bjóða Grána uppá virðulegri kost, að teymast við hendi þannig að við gengjum svona samsíða að svo miklu leyti sem tvífættur og ferfættur koma því við. Þetta leit svolítið þannig út að við værum þarna á gangi saman, frekar en að Gráni væri teymdur heim í hólfið sitt sem hver annar skömmustulegur lúser. En það breytti því náttúrlega ekki að hin hrossin skömmuðu hann fyrir að yfirgefa hópinn, mér fannst ég heyra einhvern orða það við hann hvort hann vissi ekki að hann væri hjarðdýr?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 09:38
tungl veður í skýjum
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 23:26
það er fallegt á Skagaströnd
- af einhverjum ástæðum hef ég komið oftar til Skagastrandar undanfarnar vikur en í meðalári. Get alltaf dáðst að útsýninu yfir Húnaflóann, Borgarvirki blasir við í suðri og Strandafjöllin í norðvestrinu. Mest útsýnið úr þorpinu er af Spákonufellsborg, viðeigandi að skoða hana og um daginn sá ég fína leiksýningu sem Spákonuarfur stendur fyrir - byggða svona með getgátum í stórar eyður - á sögunni um Þórdísi spákonu sem nam land undir Spákonufelli.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)