dimmraddaðar kusur

sungu mig í svefn um daginn, ég gisti eina nótt í notalegu vinnukonuherbergi á Egilsstaðabænum. Sofnaði södd og sæl eftir frábæra máltíð; saltfiskur og ratatouille. Það er alltaf gaman að koma þarnaog sjá hvað hefur tekist vel til að samræma gisti- og veitingarekstur ímynd gamals stórbýlis. Annars er alltaf merkilegt til þess að hugsa hvað Egilsstaðir eru í raun ungur bær, eins rótgróinn og hann virðist í dag. Þetta er auðvitað ein helsta samgöngumiðstöð landsins sem sést hvað best í sundlauginni - ég hitti þar alltaf fullt af fólki sem ég þekki allstaðar að af landinu. Eitt er samt breytt, ég gekk niður að Leginum og það er skrýtin upplifun að sjá hann í lit Jöklu. Liturinn kallar fram minningar um beljandi fljót en Lögurinn er áfram lygn þó hann sé nú dökkur en ekki ljós.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband