Færsluflokkur: Ferðalög
29.8.2008 | 11:54
í berjamó
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 13:24
könguló, könguló
Nú er tíminn fyrir berjamó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 13:18
hestaferðin í ár
var farin í Borgarfjörð í blíðu veðri og góðum félagsskap. Það var svo heitt að hrossin tóku sér siestu meðan fólkið fékk sér hressingu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 16:47
haldið uppá afmælið
með því að fara út að ganga í Reykjavík. Helst að skoða eitthvert hverfi sem þið hafið ekki skoðað lengi. Um helgina röltum við hjónin um vesturbæinn og gægðumst í garða sem við mundum eftir sem krakkar - og gerðum allskonar uppgötvanir. Það er ekki síður myndrænt að sjá kíkja í hvönn, kerfil eða eldliljur og riddarhjörtu í gömlum görðum í Þingholtunum en í þröngum götum gamalla höfuðborga erlendis. Blómaker á ljósastaur á Skólavörðustígnum er jafnfallegt og í Köben. Kettirnir í Reykjavík eru jafnmakindalegir og félagar þeirra í Amsterdam. Kvöldsólin er allstaðar falleg - sjá þetta myndaalbúm sem ég rakst á af afmælisbarninu
Til hamingju með afmælið, Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2008 | 16:08
sokkahlífar á sjóinn
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2008 | 14:19
Kolbeinsdalur
er einn af mínum uppáhaldsstöðum. Hann er umkringdur háum fjöllum og úr þeim falla hvítfyssandi ár, um hann liðast Kolbeinsdalsáin gruggug og grett í gljúfrum en breiðir úr sér þegar utar dregur. Um dalinn eiga þeir leið sem ætla að fara Heljardalsheiði og þaðan er leið á Tungnahrygg. Annars er þetta aðallega dalur hestanna í dag, afrétt bæja í Viðvíkursveit og Hólahreppi hinum fornu þangað sem hrossum er smalað í júlí og til Laufskálaréttar í lok september. Dalurinn er grösugur og grænn enda var þar töluverð byggð fyrr á öldum sem sjá má á rústum og bæjarhólum um neðanverðan dalinn, en einungis standa hús í Smiðsgerði og Unastöðum í dag. Um daginn var verið að veita leyfi fyrir fornleifakönnun á fornbýli í dalnum þar sem nú heitir Bygghóll og verður væntanlega hægt að lesa eitthvað um það í Byggðasögu Skagafjarðar þegar þar að kemur.
Við systurnar höfum tekið okkur nokkrar góðar dagstundir í að ganga sem leið liggur slóðann frá Fjalli, sem er um það bil um miðbik dalsins og fram á tunguna þar sem Tungnahryggur rís og sést á myndinni hér að ofan. Þetta er auðveld ganga á láglendi, en drjúglangt. Fært er á jeppa allavega fram að göngubrú yfir á Ingjaldsmýrar, þ.e. brú yfir Kolbeinsdalsána. Þarna er Eygló systir með Ingjaldshnúk í baksýn.
Helsti farartálmi þeirra sem velja að ganga á láglendinu er Lambáin sem steypist niður rétt áður en komið er að göngubrú yfir Kolbeinsdalsána yfir í tunguna. En eins og sést þá vefst það nú ekki fyrir hraustu göngufólki!
Hinir sem vilja klífa fjöll geta skoðað Kolbeinsdalinn frá öðrum sjónarhornum t.d. af Elliða eða gengið fram Víðinesdal og yfir Almenningsháls, nú eða úr Svarfaðardal yfir Heljardalsheiði eða farið Tungnahrygg. Ég mæli eindregið með fyrsta kortinu um Gönguleiðir á Tröllaskaga í ferðina og reyndar allar ferðir um þessar slóðir.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 17:06
Kolka
rennur til sjávar í Kolkuós í austanverðum Skagafirði. Nokkuð ofan við ósinn mætast árnar Kolbeinsdalsá og Hjaltadalsá. Þær eru báðar jökulskotnar, sérstaklega Kolbeinsdalsáin sem kemur úr Tungnahryggsjökli, sín kvíslin hvoru megin við Tungnahrygg. Það var magnað að sjá litbrigðin í ánum þar sem þær mættust og ekki síður að sjá hvernig Skagafjörður allur var í ólíkum litum eftir því hvar framburður Héraðsvatnanna og Kolku lá. Myndin er af ármótunum á heitum sumardegi, svo það sést vel hvað árnar eru ólíkar. Hjaltadalsáin er ljósblá en hin kolmórauð. Það
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 14:07
í Eyjafirði
fórum við mæðginin skemmtilegan safnarúnt fyrir nokkrum árum. Við byrjuðum í Laufási og tókum okkur góðan tíma bæði í að skoða torfbæinn reisulega en ekki síður í frábært kaffihlaðborð sem stendur örugglega enn fyrir sínu í sumar. Mestum tíma eyddum við þó í Safnasafninu á Svalbarðsströnd því það höfðaði til okkar beggja með sínum skrýtna og skemmtilega safnkosti, yndislegu bókahorni og listsýningu - ég var að rekast á kynningu á yfirstandandi sýningu og langar að kíkja á hana. Það verður líka gaman að sjá hvernig til hefur tekist með stækkun húsnæðisins - síðast þegar ég kom var enn verið að leggja síðustu hönd á breytingarnar. Mæli með því að vegfarendur um þjóðveg 1 hægi á sér og heimsæki skrýtna fólkið sem stendur fyrir dyrum úti, alltaf jafn stillt í sínum myndastyttuleik. Sérstaklega þeir vegfarendur sem hafa auga fyrir því furðulega, fyndna og einlæga - eða næfa og ef þú lesandi góður vilt forvitnast um hvað það er, þá er Safnasafnið staðurinn. Reyndar luma Eyfirðingar á öðru skrýtnu safni; Smámunasafninu frammi í Eyjafjarðarsveit. Það er allt öðru vísi en merkileg upplifun þó, einhverskonar innileg upphafning á dóti - hlutum sem mætti líka líta á sem óttalegt drasl en eru hér sett fram sem efnisleg verðmæti.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 14:05
ég var túristi í Reykjavík
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 11:38
tilefnið
Ferðavenjur breytast lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)