eyðieyjar

voru alltaf rosalega spennandi í mínum barnshuga og eru það reyndar enn. Papey, Grímsey á Steingrímsfirði, Viðey, Engey og óteljandi eyjar Breiðafjarðar heilluðu mig. Í dag er orðið tiltölulega auðvelt að heimsækja þær sumar hverjar - alla vega yfir sumarið. Reykjavík er komin með stefnu um að nýta Viðey betur til útivistar og yndisauka fyrir borgarbúa og í Papey eru reglubundnar siglingar að sumarlagi.

Ég fór með fjölskylduna í siglingu frá Djúpavogi útí Papey fyrir nokkrum árum og eyddum deginum í að ganga þar um með fróðlegri leiðsögn sem gaf okkur innsýn í hvernig mannlíf var þarna, þjóðsögurnar um eyna og svo var sem betur fer líka gefinn tími til að njóta náttúrunnar. Fuglalífið er fjölskrúðugt og eyjan er rosalega vel gróin þó manni finnist hún svolítið berskjölduð fyrir hafinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hvet þig að fara í Flatey og enda daginn á kvöldverð á hótelinu, það er toppurinn.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já það er örugglega frábært - hef ekki komið í Flatey allt of lengi. Svo hefur samgönguráðherra náttúrlega skorað á þjóðina að koma sér útí Grímsey með hinni frægu ferju...

Guðrún Helgadóttir, 2.7.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband