2.7.2008 | 11:26
dimmraddaðar kusur
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 17:15
eyðieyjar
voru alltaf rosalega spennandi í mínum barnshuga og eru það reyndar enn. Papey, Grímsey á Steingrímsfirði, Viðey, Engey og óteljandi eyjar Breiðafjarðar heilluðu mig. Í dag er orðið tiltölulega auðvelt að heimsækja þær sumar hverjar - alla vega yfir sumarið. Reykjavík er komin með stefnu um að nýta Viðey betur til útivistar og yndisauka fyrir borgarbúa og í Papey eru reglubundnar siglingar að sumarlagi.
Ég fór með fjölskylduna í siglingu frá Djúpavogi útí Papey fyrir nokkrum árum og eyddum deginum í að ganga þar um með fróðlegri leiðsögn sem gaf okkur innsýn í hvernig mannlíf var þarna, þjóðsögurnar um eyna og svo var sem betur fer líka gefinn tími til að njóta náttúrunnar. Fuglalífið er fjölskrúðugt og eyjan er rosalega vel gróin þó manni finnist hún svolítið berskjölduð fyrir hafinu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 14:37
að fá sér kríu,
leggja bílnum á næsta útskot og leggja sig aðeins er ekki bara lífsspursmál - það er líka lífsgæði. Ég var að koma úr margra daga vinnuferð í fyrradag og á Holtavörðuheiðinni sótti svo að mér að ég ákvað að taka mark á auglýsingum Umferðarráðs og leggja mig. Fann þetta fína útskot rétt norðan við háheiðina - hallaði mér og sofnaði. Ég hef varla sofið meira en svona tíu mínútur, en aðalupplifunin var nú að vakna þarna á heiðinni, heyra fuglasönginn í staðinn fyrir niðinn í bílnum og hafa tíma til að glápa á fossinn sem maður sér alltaf bara svona útundan sér í vesturátt. Ég mæli með þessu, að leggja sig - meðvitað og vera þá nokkuð viss um að vakna aftur sæmilega hress.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 18:00
barnahornið
er mikilvægt á veitingahúsum sem vilja laða til sín alla fjölskylduna. Það er sérlega kærkomið fyrir ungt fólk sem er að eigin mati búið að sitja alltof lengi í aftursætinu og spyrja árangurslaust: Erum við ekki að verða komin? Það eru tveir staðir við þjóðveg eitt sem ég man eftir í augnablikinu sem eru með fína aðstöðu fyrir smáfólkið:
Á Pottinum og pönnunni á Blönduósi er barnahornið sérlega huggulegt. Verst ég er eiginlega of stór til að passa vel inní þennan þykjustu torfbæ með blóm á þekjunni. Svo þekki ég svo fáa á réttum aldri til að bjóða mér í kaffi í barnahorninu, það lagast kannski þegar og ef ég eignast barnabörn! Bót í máli að veitingasalurinn er líka aðlaðandi fyrir fullorðna, svona meðan ég bíð.
Baulan, sjoppan miðja vegu milli Borgarness og Bifrastar er með hálfgerðan leynistað - allavega blasir það ekki við frá þjóðveginum að þar er afgirt leiksvæði fyrir börn. Veitingasalurinn snýr útað þessu svæði svo það er hægt að tylla sér með kaffibollann og fylgjast með litlu fólki í bíló við undirliggjandi nið frá stærra fólki í bíló án þess að þurfa að óttast að litla fólkið hlaupi út í umferðarmenningu stóra fólksins.
Ef einhver man eftir fleiri góðum stöðum fyrir unga vegfarendur væri gaman að heyra um það.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 17:23
mig langar
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)